Skilmálar

Sé vara ekki til á lager munum við hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar.
 
Verð á vöru og sendingakostnaður 
Öll verð í vefverslun eru með inniföldum 24% vsk en sendingakostnaður bætist síðan við áður en greiðsla fer fram.
 
Sendingar eða sækja
Pöntunum er ýmist dreift af starfsmönnum Kósý ljós eða Íslandspósti og gilda  afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar.
Viðskiptavinur greiðir gjald samkv. verðskrá Póstsins. Verðið reiknast í sendingarmáta þegar gengið er frá greiðslu.
Verð reiknast út frá þyngd sendingar.
Viðskiptavinir geta valið það að sækja pöntun og hefur starfsfólk samband þegar búið er að týna til pöntunina.
 
Að skipta og skila vöru 
Veittur er 14 daga skilaréttur við kaup á vöru gegn því að framvísað sé sölureikningi sem sýnir hvenær vara var keypt.
Varan þarf að vera ónotuð og í fullkomnu lagi. Við skil á vöru er miðað við upprunalegt verð hennar, nema viðkomandi vara sé á útsölu eða á sértilboði við vöruskil. Þá er miðað við verð vörunnar þann dag sem henni er skilað.
Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd þegar vöru er skilað eða skipt út fyrir aðra.
Tími frá pöntun til afhendingar er venjulega 2-4 virkir dagar, fyrir vöru sem til er á lager.

Gölluð vara 
Sé vara gölluð eða kaupandi á einhvern hátt óánægður með kaupin hvetjum við kaupanda til að hafa samband sem fyrst.
Við greiðum allan kostnað sem gæti komið upp við sendingu.
 
Upplýsingar viðskiptavina
Við pöntun fyllir kaupandi út upplýsingar s.s.nafn, tölvupóstfang og heimilisfang. Við pöntun samþykkir kaupandinn að þessar upplýsingar fari í viðskiptavinagagnagrunn okkar. Þessar upplýsingar eru trúnaðarmál og þær verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.
Kósý ljós áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.